Helgin, bíóferð...
Hæ,
Fór í skemmtilegt partý með bekknum síðasta föstudag. Hittum þar nema af fyrra árinu og fengum okkur kjötbollur og fleira. Svo var tekið vel á drykkju og ég tók fullmikinn þátt í lagavali í partýinu. Ég gæti trúað að einhverjir vinir mínir glotti yfir því, en ég skammast mín ekki fyrir neitt og hana nú :)
Ég kom heim frekar seint eða snemma hvernig sem við lítum á það. Tók með mér alveg indælis pizzu og borðaði hana á meðan ég gerði alveg einstaklega heimskulega tilraun til að glápa á videomynd svona rétt fyrir svefninn. Klukkan var nú ekki nema hálf sex að morgni. Auðvitað klikkaði þetta allt saman, en pizzuskömmin kláraðist nú samt.
Ég vaknaði svo ansi seint um morguninn, en engan vegin þunnur og leið bara frábærlega. Kíkti í mat til Sólrúnar um kvöldið og fékk þar alveg prýðilegar kjötsneiðar í raspi. Virkilega gott.
Ég kíkti svo aðeins á nokkra staði á leiðinni heim og þar á meðal á stað sem heitir Ryans og annan stað sem heitir Cafe Oscar. Þar var bara ansi gaman og spilaði þar eitt band sem kallar sig Popshop. Taka slatta af gömlum dönskum slögurum og ég var fuldstændig ud af banen þarna. Allir gestir voru að syngja með, nema ég auðvitað og já þeir sem syngja aldrei með. Annars minnti söngvarinn mig á söngvara Madness. Jamm þetta var bara gaman.
Á sunnudag kíkti Sólrún aðeins í kaffi með börnin og ég bakaði bollur og keypti íslenska snúða í bakaríinu nálægt.
Í dag hefur dagurinn farið í rækt og smá lærdóm ekki nógu mikið þó :(
Svo í kvöld fór ég í bíó með Dorte vinkonu minni frá Birkelunddalnum. Fórum á danska mynd sem heitir Drabet og fjallar um þó nokkra tilvistarkreppu hjá 52 ára félagsfræðikennara. Virkilega vel leikin mynd en verður seint talin hröð og á köflum fannst manni eins og handritshöfundur/leikstjóri hafi ekki alveg verið með á hreinu hvernig hann ætlaði að klára sum atriðin eða þá myndina sjálfa.
Áður en við fórum í bíóið þá kíktum við á kaffistað og fengum okkur smá að narta. Ég fékk þetta fína salat með kjúklingi og Dorte fékk sér laxasalat, með ristuðum kapers. Það hef ég ekki séð fyrr og smakkast vel.
Allavegana, alveg ágætis helgi og virkilega fínn mánudagur. Hver segir að mánudagur sé til mæðu.
Sjáumst síðar,
Arnar Thor
Fór í skemmtilegt partý með bekknum síðasta föstudag. Hittum þar nema af fyrra árinu og fengum okkur kjötbollur og fleira. Svo var tekið vel á drykkju og ég tók fullmikinn þátt í lagavali í partýinu. Ég gæti trúað að einhverjir vinir mínir glotti yfir því, en ég skammast mín ekki fyrir neitt og hana nú :)
Ég kom heim frekar seint eða snemma hvernig sem við lítum á það. Tók með mér alveg indælis pizzu og borðaði hana á meðan ég gerði alveg einstaklega heimskulega tilraun til að glápa á videomynd svona rétt fyrir svefninn. Klukkan var nú ekki nema hálf sex að morgni. Auðvitað klikkaði þetta allt saman, en pizzuskömmin kláraðist nú samt.
Ég vaknaði svo ansi seint um morguninn, en engan vegin þunnur og leið bara frábærlega. Kíkti í mat til Sólrúnar um kvöldið og fékk þar alveg prýðilegar kjötsneiðar í raspi. Virkilega gott.
Ég kíkti svo aðeins á nokkra staði á leiðinni heim og þar á meðal á stað sem heitir Ryans og annan stað sem heitir Cafe Oscar. Þar var bara ansi gaman og spilaði þar eitt band sem kallar sig Popshop. Taka slatta af gömlum dönskum slögurum og ég var fuldstændig ud af banen þarna. Allir gestir voru að syngja með, nema ég auðvitað og já þeir sem syngja aldrei með. Annars minnti söngvarinn mig á söngvara Madness. Jamm þetta var bara gaman.
Á sunnudag kíkti Sólrún aðeins í kaffi með börnin og ég bakaði bollur og keypti íslenska snúða í bakaríinu nálægt.
Í dag hefur dagurinn farið í rækt og smá lærdóm ekki nógu mikið þó :(
Svo í kvöld fór ég í bíó með Dorte vinkonu minni frá Birkelunddalnum. Fórum á danska mynd sem heitir Drabet og fjallar um þó nokkra tilvistarkreppu hjá 52 ára félagsfræðikennara. Virkilega vel leikin mynd en verður seint talin hröð og á köflum fannst manni eins og handritshöfundur/leikstjóri hafi ekki alveg verið með á hreinu hvernig hann ætlaði að klára sum atriðin eða þá myndina sjálfa.
Áður en við fórum í bíóið þá kíktum við á kaffistað og fengum okkur smá að narta. Ég fékk þetta fína salat með kjúklingi og Dorte fékk sér laxasalat, með ristuðum kapers. Það hef ég ekki séð fyrr og smakkast vel.
Allavegana, alveg ágætis helgi og virkilega fínn mánudagur. Hver segir að mánudagur sé til mæðu.
Sjáumst síðar,
Arnar Thor
Ummæli
Arnar